Brautir og fyrsta hjálp

Brautir

Allir keppendur verða að vera með sína braut vistaða í snjallsíma eða GPS hjólatölvu. Grefillinn er keppni þar sem keppendur verða að geta treyst á sjálfan sig þar sem það er á þeirra ábyrgð að rata um brautina. Á völdum stöðum verða örvar til að vísa veginn en ekki er hægt að ganga að þeim vísum í allri brautinni.

Vinsamlegast passið upp á að hala niður leiðinni af Komoot síðu Grefilsins áður en lagt er af stað. Leiðirnar má finna á eftirfarandi hlekkjum:

Leiðbeiningar um hvernig á að sækja Komoot leið og vista á tækið þitt má finna hér: Use Komoot on Your GPS Computer

Fyrsta hjálp

Keppnishaldarar eru með sjálfboðaliða í brautinni, við drykkjarstöðvar, sem aðstoða keppendur eftir fremsta megni. Auk þess er bíll sem ekur um brautina sem getur aðstoðað við minni háttar uppákomur. 

Keppendur eru beðnir um að vista eftirfarandi númer mótsstjóra í símanum hjá sér:

  • María Sæm +354 864 9640
  • Denni +354 899 2572

Það er von okkar að það komi ekki upp slys en þau gera víst aldrei boð á undan sér. Í neyðartilvikum skal hringja í 112 og síðan mótsstjóra.

Drykkjarstöðvar og tímamörk

Drykkjarstöðvar

Á drykkjarstöðvum verða vörur frá styrktaraðilum. Við hvetjum keppendur til þess að vera með nægilegt magn af næringu á sér, að lágmarki 500 kaloríur, eins og talið er upp í keppnishandbók þar sem ekki er hægt að tryggja nægilegt magn af næringu á drykkjarstöðvum.

Á drykkjarstöðvum verða a.m.k. eftirfarandi:

  • Batterí orkudrykkur
  • Vatn
  • Bananar
  • Snickers

Vinsamlega athugið að við ábyrgjumst ekki að það verði nægilegt magn af næringu á hverri drykkjarstöð fyrir alla. Reynið því að vera með nægilega mikið magn af næringu á ykkur til að klára keppnina.

207 km

Drykkjarstöð 1

Tímamörk 1

  • Staðsetning: Sigmundarstaðir
  • Km: 59
  • Tímamörk: @ 11:00

Drykkjarstöð 2

Tímamörk 2

  • Staðsetning: Húsafell
  • Km: 105
  • Tímamörk: @ 14:00

Drykkjarstöð 3

Tímamörk 3

  • Staðsetning: Brautartunga
  • Km: 167
  • Tímamörk: @ 18:10

Endamark

Tímamörk 4

  • Staðsetning: Logaland
  • Km: 207 km
  • Tímamörk: @ 20:50

Routes are subject to change.

110 km

Drykkjarstöð 1

Tímamörk 1

  • Staðsetning: Sigmundarstaðir
  • Km: 59
  • Tímamörk: @ 14:00

Drykkjarstöð 2

Tímamörk 2

  • Staðsetning: Brúarás
  • Km: 88
  • Tímamörk: @ 16:00

Endamark

Tímamörk 3

  • Staðsetning: Logaland
  • Km: 110
  • Tímamörk: @ 17:30

Routes are subject to change.

48 km

Drykkjarstöð 1

Tímamörk 1

  • Staðsetning: Brúarás
  • Km: 26
  • Tímamörk: @ 13:00

Endamark

Tímamörk 2

  • Staðsetning: Logaland
  • Km: 48
  • Tímamörk: @ 14:30

Routes are subject to change.

Reglur, næring og búnaður

Reglur

Keppendur samþykkja að fylgja í einu og öllu þeim reglum sem um keppnina gilda og gefnar hafa verið út á þessari vefsíðu. Jafnframt skulu keppendur framfylgja öllum leiðbeiningum frá keppnishaldra sem og þeim sjálfboðaliðum sem vinna á vegum keppnishaldara.

Keppendum bera að kynna sér reglurnar áður en þeir stilla sér upp á ráslínu.

Reglurnar má finna hér. Reglurnar eru eingöngu á ensku.

Næring og búnaður

Keppendur verða að ver með eftirfarandi á sér í keppninni eins og vísað er í reglum:

  • GPS tæki með vistaða hjólaleið.
  • GSM farsíma í vatnsþéttum poka.
  • 1,5 l af vatni að lágmarki.
  • Vara slöngu, smurolíu, verkfæri og pumpu.
  • 500 cal af næringu.
  • Keppnisnúmer og tímatökuflögu

Veðrið á Íslandi getur verið óútreiknanlegt. Klæðið ykkur því eftir veðri en verið ávalt viðbúin því að veður getur versnað á skömmumtíma.

Sástu samantektina frá okkur á fatnaði frá TRI og Castelli?
-> Kíktu hér <-