Logaland er eitt af þeim fjölmörgu félagsheimilum sem finna má víða um landið. Húsið er frægt fyrir að hýsa vinsæl sveitaböll hér áður fyrr en nú hefur hlutverk þess breyst töluvert.
Húsið er frábært miðstöð fyrir Grefilinn þar sem keppendum gefst kostur á að gista alla helgina en við húsið er stærðar lóð fyrir tjöld, tjaldvagna, felli- og hjólhýsi.
Keppendur og aðstandendur geta komið á föstudagskvöld og verið með okkur fram á sunnudag í frábærum félagsskap.
Húsið er miðpunktur keppninnar en rás og endamark er fyrir framan húsið.
Jafnframt verður verðlaunaafhending í salnum í Logalandi ásamt því að við ætlum að skemmta okkur fram eftir kvöldi alla helgina.
This website uses cookies
We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Privacy Policy