Grefillinn er malarkeppni sem fer fram í Borgarfirði og um Kaldadal. Rásmark og endamark er í Logalandi sem er rétt um 103 km frá höfuðborgarsvæðinu. Í boði er að fara 48, 110 eða 207 km um fjölbreytta náttúru, afskekkt hálendi, sveitavegi og yfir skemmtilegar borgfirskar ár.
Malarvegir svo langt sem augað eygir með stórbrotinni fjallasýn og jöklum allt um kring.
Endalausir malarvegir með nauðsynlegu tvisti, beygjum, ám og erfiðu klifri.
Skoraðu á þig og láttu drauma þína rætast!
Rásmark og endamark er í Logalandi, þjónustumiðstöð keppninnar.
207 km keppnin fer beint upp í Þverárhlíð þar sem þvælst verður yfir Kjarrá fyrir ofan Örnólfsdal, niður að Lindarhvoli og upp Norðurárdalinn, mögulega í mótvindi. Þá yfir Grjótháls og aftur í Þverárhlíð og yfir Þverá hjá Sigmundarstöðum. Þarna ættu flestir að vera orðnir vel blautir í fætur, en þar með lýkur vöðum.
Næst er farið um Hvítársíðu , krókur um Tungu og upp Kaldadal sem er hálendisvegur. Smá grófur vegur, en stórkostlegt útsýni (ef það er ekki þoka) í eyðilegu umhverfi þar sem sést til Þórisjökuls, Eiríksjökuls og Langjökuls, já og til Oks sem er víst ekki lengur jökull. Hæsti punkturinn á Kaldadal er um 700 m.
Svo tekur við gott rúll niður Lundarreykjadal, með viðkomu um Flókadal og svo endað aftur í Logalandi.
207 km
Fyrir þau sem þora að takast á við hálendi Íslands, tvær ár og alvöru sveitavegi. Þrír flokkar fyrir konur og karla:
110 km
Leið er um fallega borgfirska náttúru þar sem þarf að fara yfir tvær ár. Einn flokkur fyrir konur og einn fyrir karla.
48 km
Fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í malarhjólreiðum eða langar hreinlega að njóta dagsins. Einn flokkur fyrir konur og einn fyrir karla.
Endaðu daginn á náttúrulauginni Kraumu.
Heita vatnið í Kraumu á upptök sín í Deildartunguhver, vatnsmesta hver Evrópu, sem úr rennur um 100°C heitt vatn.
Í Kraumu eru sex laugar, fimm heitar og ein höld.
Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Hver gestur fær læstan skáp í búningsklefanum þar sem er rúmgott snyrtiborð með stórum speglum og góðri lýsingu.
Allir þátttakendur fá gjafakort í Kraumu. Það er hægt að nota á keppnisdegi eða þegar þú hefur tíma. ATH. að það þarf að bóka fyrirfram, þrátt fyrir að þú ætlir að nota baðið á keppnisdegi.
Þetta er sannkallaður draumaendir á deginum.
Þessi nýja leið fer um alls konar landbúnaðarhéruð Borgarfjarðar, grasi vaxnir dalir, laxveiðiár og kindur út um allt. Við byrjum á Þverárhlíð og vaði yfir Kjarrá eftir aðeins 16 km. Förum svo niður að Lindarhvoli til að þræða upp Norðurárdalinn (já, sleppum Varmalandi) og yfir Grjótháls og fáum nýja sýn á Borgarfjörð.
Þá förum við upp Hvítársíðu Jökuláin og rennur Hvítá móti ykkur niður með veginum og getur veitt hjólurum innblástur (og jafnvel mótvind). Farið er kringum Tungu og upp hálendisveginn um Kaldadal sem býður upp á stórkostlegt útsýni í eyðilegu umhverfi og umvafinn jöklum með örlítið grófari vegum en þú átt að venjast.
Þegar upp er komið er rúllað ljúfleg niður Lundarreykjadalinn (muna að beygja til hægri hjá Brautartungu) og taka svo krók inn og út Flókadalinn, áður en þið rennið í hlað í Logalandi.
Unnið er að uppfærslu á Komoot leiðinni en þangað til sjá: https://www.strava.com/routes/3286056373390229670
Routes are subject to change.
Routes are subject to change.
Þessi leið liggur beint upp í Þverárhlíð, yfir Kjarrá fyrir ofan Örnólfsdal og gegnum kjarrið framhjá Þverárrétt og svo er beygt til hægri hjá Lindarhvoli til að fara upp Norðurárdalinn, mögulega í mótvindi. Þá yfir Grjóthálsinn og yfir Þverá hjá Sigmundarstöðum. Flestir keppendur ættu þá að vera orðnir blautir í fætur, í það minnsta. Farið er út úr Þverárhlíð og beygt til vinstri hjá Síðumúla til að fara upp Hvítársíðu, meðfram jökulánni Hvítá sem rennur niður á móti keppendum, mögulega með mótvind í farteskinu.
Þegar komið er að brúnni hjá félagsheimilinu Brúarási er beygt til hægri og farið smábút af malbiki og nánast strax til vinstri yfir í Hálsasveit og Reykholtsdal. Farið er framhjá Reykholti og rúllað örfáa km af malbiki þar til við hittumst á ný í Logalandi.
Unnið er að ítarlegri upplýsingum um leiðina á Komoot en þangað til er hlekkur hér á leiðina: https://www.strava.com/routes/3286064159185016298
Farið er í átt að Kleppjárnsreykjum, til hægri yfir brúna yfir Reykjadalsá og til vinstri upp fyrir Deildartunguhver. Þá liggur leiðin í átt að Síðumúla og upp Hvítársíðu. Jökuláin Hvíta rennur á móti þér og mögulega færðu smá mótvind í fangið. Beygðu til hægri yfir hjá félagsheimilinu Brúarási og önnur hægri yfir á malbikið, en beygðu svo strax til vinstri upp malarveginn til að fara yfir í Hálsasveit og svo niður Reykholtsdalinn fram hjá Reykholti þar sem þú endar á að loka hringnum aftur áður en rennt er í hlað í Logalandi. Þegar komið er framhjá Síðumúla er farið niður til vinstri í átt að Logalandi þar sem við hittumst á ný.
Þetta er algjörlega fullkomin leið fyrir þá keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í malarhjólreiðum, eða þig vantar einfaldlega að drepa tímann þangað til félagar þínir koma úr 110 eða 207 km keppninni.
Ítarlegar upplýsingar um leiðina eru væntanlegar á Komoot en þangað til er unnt að sjá leiðina hér: https://www.strava.com/routes/3316524024556084196
Routes are subject to change.
We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Privacy Policy