Grefillinn er malarkeppni sem fer fram í Borgarfirði og um Kaldadal. Rásmark og endamark er í Logalandi sem er rétt um 103 km frá höfuðborgarsvæðinu. Í boði er að fara 45, 100 eða 200 km um fjölbreytta náttúru, afskekkt hálendi, sveitavegi og yfir skemmtilegar borgfirskar ár.
Malarvegir svo langt sem augað eygir með stórbrotinni fjallasýn og jöklum allt um kring.
Endalausir malarvegir með nauðsynlegu tvisti, beygjum, ám og erfiðu klifri.
Skoraðu á þig og láttu drauma þína rætast!
Rásmark og endamark er í Logalandi, þjónustumiðstöð keppninnar.
200 km keppnin fer um Reykholtsdal og Lundarreykjadal, tvo fallega dali með laxveiðiám og kindum og fleiri húsdýrum. Klifrið upp úr Lundarreykjadal nefnist Uxahryggir og er um 15 km upp í 300 m hæð, en þar má sjá nokkra fossa.
Næst er farið um Kaldadal sem er hálendisvegur. Stórkostlegt útsýni (ef það er ekki þoka) í eyðilegu umhverfi þar sem sést til Þórisjökuls, Eiríksjökuls og Langjökuls, já og til Oks sem er víst ekki lengur jökull. Þar tekur við aðeins grófari vegur. Hæsti punkturinn á Kaldadal er um 700 m.
Þegar komið er niður að Húsafelli tekur algjörlega andstæð náttúra við – lágt skóglendi og iðandi náttúra. Þaðan er farinn krókur kringum Tungu og hjólað niður alla Hvítársíðuna. Jökuláin Hvítá rennur niður með veginum og getur veitt hjólurum innblástur (og jafnvel meðvind).
200km
Fyrir þau sem þora að takast á við hálendi Íslands og alvöru sveitaveig. Þrír flokkar fyrir konur og karla:
100 km (62.3 miles)
Leið er um fallega borgfirska náttúru þar sem þarf að fara yfir tvær ár. Einn flokkur fyrir konur og karla.
45km (28 miles)
Fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í malarhjólreiðum eða langar hreinlega að njóta dagsins. Einn flokkur fyrir konur og karla. Skemmtiflokkurinn fer þessa sömu vegalengd.
Endaðu daginn á náttúrulauginni Kraumu.
Heita vatnið í Kraumu á upptök sín í Deildartunguhver, vatnsmesta hver Evrópu, sem úr rennur um 100°C heitt vatn.
Í Kraumu eru sex laugar, fimm heitar og ein höld.
Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Hver gestur fær læstan skáp í búningsklefanum þar sem er rúmgott snyrtiborð með stórum speglum og góðri lýsingu.
Allir þátttakendur fá gjafakort í Kraumu. Það er hægt að nota á keppnisdegi eða þegar þú hefur tíma. ATH. að það þarf að bóka fyrirfram, þrátt fyrir að þú ætlir að nota baðið á keppnisdegi.
Þetta er sannkallaður draumaendir á deginum.
Þessi leið fer um alls konar landbúnaðarhéruð Borgarfjarðar, grasi vaxnir dalir, laxveiðiár og kindur út um allt. Hálendisveginum um Kaldadal býður upp á stórkostlegt útsýni í eyðilegu umhverfi og umvafinn jöklum með örlítið grófari vegum en þú átt að venjast.
Þegar komið er niður að Húsafelli tekur algjörlega andstæð náttúra við – lágt skóglendi og iðandi náttúra. Þaðan er farinn krókur kringum Tungu og hjólað niður alla Hvítársíðuna. Jökuláin Hvítá rennur niður með veginum og getur veitt hjólurum innblástur (og jafnvel meðvind).
Við tekur Þverárhlíðin, þar sem farið er yfir á og yfir Grjóthálsinn og niður Norðurárdal. Iðandi laxinn í Norðurá fylgir þér niður úr að Varmalandi þar sem eru um það bil 19 km á malbiki alla leið í Logaland þar sem við hittumst á ný.
Ítarlegar upplýsingar um leiðina eru á Komoot.
Routes are subject to change.
Routes are subject to change.
Þessi leið liggur upp Reykholtsdalinn, yfir Reykjadalsá eftir um 12 km og upp Hálsasveit yfir í Hvítársíðu. Þegar þangað er komið er farið yfir brúna yfir Hvítá og tekin vinstri beygja niður Hvítársíðuna og þar sameinast keppendur 200 km þátttakendum. Jökuláin Hvítá rennur niður með veginum og getur veitt keppendum innblástur á leið sinni, jafnvel í meðvindi.
Þegar komið er framhjá Síðumúla er farið upp til hægri yfir í Þverárhlíð þar sem farið er yfir á og yfir Grjóthálsinn og niður Norðurárdal. Iðandi laxinn í Norðurá fylgir þér niður úr að Varmalandi þar sem eru um það bil 19 km á malbiki alla leið í Logaland þar sem við hittumst á ný.
Ítarlegar upplýsingar um leiðina eru á Komoot.
Farið er inn Reykholtsdalinn, yfir Reykjadalsá og yfir í Hvítársíðu Hlaupið tekur þig um fallegan Reykjadal og þaðan er ekið um fallega landbúnaðardali Hvítársíðu. Þegar þangað er komið er farið yfir brúna yfir Hvítá og tekin vinstri beygja niður Hvítársíðuna. Jökuláin Hvítá rennur niður með veginum og getur veitt keppendum innblástur á leið sinni, jafnvel í meðvindi.
Þegar komið er framhjá Síðumúla er farið niður til vinstri í átt að Logalandi þar sem við hittumst á ný.
Þetta er algjörlega fullkomin leið fyrir þá keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í malarhjólreiðum, eða þig vantar einfaldlega að drepa tímann þangað til félagar þínir koma úr 100 eða 200 km keppninni.
Ítarlegar upplýsingar um leiðina eru á Komoot.
Routes are subject to change.
We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Privacy Policy