MALARHJÓLREIÐAR Í BORGARFIRÐI

Grefillinn

Hvað sagðirðu?

20230812_083351

Orðið „grefillinn“ vísar til verkfærisins haka og táknar malarvegina sem hráslagalegt hálendisveðrið og jöklarnir hafa myndað. Að auki er orðatiltækið „hver grefillinn“ skemmtileg upphrópun sem notuð er við svipuð tækifæri og „hvað í fjáranum“, hugsanlega eitthvað sem þátttakendur missa út úr sér þegar þeir sjá undursamlega náttúruna og stundum krefjandi vegi.

ARE you ready for your next journey?

UNLIMITED COLLECTION

viðburðurinn

Rásmark og endamark er í Logalandi, þjónustumiðstöð  keppninnar. 

200 km keppnin fer um Reykholtsdal og Lundarreykjadal, tvo fallega dali með laxveiðiám og kindum og fleiri húsdýrum. Klifrið upp úr Lundarreykjadal nefnist Uxahryggir og er um 15 km upp í 300 m hæð, en þar má sjá nokkra fossa. 

Næst er farið um Kaldadal sem er hálendisvegur. Stórkostlegt útsýni (ef það er ekki þoka) í eyðilegu umhverfi þar sem sést til Þórisjökuls, Eiríksjökuls og Langjökuls, já og til Oks sem er víst ekki lengur jökull. Þar tekur við aðeins grófari vegur. Hæsti punkturinn á Kaldadal er um 700 m.

Þegar komið er niður að Húsafelli tekur algjörlega andstæð náttúra við – lágt skóglendi og iðandi náttúra. Þaðan er farinn krókur kringum Tungu og hjólað niður alla Hvítársíðuna. Jökuláin Hvítá rennur niður með veginum og getur veitt hjólurum innblástur (og jafnvel meðvind).  

 

Upplifðu kjarna íslenskrar náttúru

Krauma eru náttúrulaugar við Deildartunguhver, vatnsmesta hver í Evrópu.

Grefillinn er styrktur af Krauma.

Hver þarf malbik?

Ekki allir vegir standa jafnfætis.

Í raun eru sumir frekar grófir og torfarnir en þar á Nuroad frá Cube einmitt heima.

Blanda af cyclocross og götuhjóli er fullkomin blanda fyrir malarhjólreiðar.

Grefillinn er styrktur af Tri sem er umboðsaðili Cube á Íslandi.

Get notified

This website uses cookies

We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Privacy Policy